Rannsókn á máli fyrrum framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna, sem upp kom í apríl, stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er málið í eðlilegum farvegi, en ekki hægt að segja til um hvenær rannsókninni muni ljúka.
Fram kom í fréttum þann 14. apríl sl. að framkvæmdastjóra verðbréfaþjónustunnar hefði verið vikið úr starfi eftir að í ljós kom að mistök hefðu átt sér stað í störfum hans. Málið var í kjölfarið sent til saksóknara efnahagsbrota Ríkislögreglustjóra, sem rannsakar málið. VSP sagðist þá í yfirlýsingu ekki gefa frekari upplýsingar um atvik málsins meðan það væri í rannsókn.