Saumavélar streyma út í Kringlunni

Löng biðröð myndaðist við sölubásinn
Löng biðröð myndaðist við sölubásinn mbl.is/Ásdís

Mik­il ör­tröð myndaðist í Kringl­unni í dag er enska fyr­ir­tækið Jerry Fried fór að selja Necchi sauma­vél­ar á göng­um versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Kringl­unni þá myndaðist mik­il ör­tröð við sölu­bás sauma­véla­sal­anna og þurfti að setja upp borða til þess að stjórna um­ferðinni í kring­um sölu­bás­inn.

Jerry Fried dreifði aug­lýs­ing­um inn á flest heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem fram kom að vegna efna­hags­ástands í Bretlandi þá hafi ekki all­ar pant­an­ir í sauma­vél­ina verið sótt­ar. Því hafi fyr­ir­tækið ákveðið að koma hingað til lands og selja hluta af lag­ern­um.

Munu sauma­vél­arn­ar vera í sölu í Kringl­unni þar til á mánu­dag en á laug­ar­dag verður lokað á sölu­básn­um. Ekki hef­ur feng­ist skýr­ing á því hvers vegna sauma­vél­arn­ar verða ekki til sölu þann dag.

Vef­ur Jerry Fried

Örtröð í Kringlunni
Örtröð í Kringl­unni mbl.is/Á​sdís
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert