Svæfingu sílamáva lokið

Svæfingu sílamáva á höfuðborgarsvæðinu, sem hófst í síðustu viku, lauk í gær. Fyrir svæfingunni stóðu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en alls voru 60-70 mávar svæfðir. Að sögn Arnórs Þ. Sigfússonar fuglafræðings var um að ræða tilraun á aðferðinni í því skyni að meta kostnað og afköst og í kjölfarið bera aðferðina saman við aðrar leiðir. Arnór segir mávum hafa farið fjölgandi og nú sé verið að skoða hvort fara eigi út í fækkun og þá með hvaða hætti.

Ferlið gekk þannig fyrir sig að tíu manna hópur gekk um varp og lagði brauðmola með svefnlyfi ofan í hreiður. Klukkutíma síðar var aftur gengið um varpið, mávunum safnað saman og þeim lógað. Þeir brauðmolar sem ekki voru étnir voru fjarlægðir. Að sögn Arnórs hefur þessi aðferð verið notuð víða um Evrópu og þótt takast vel.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert