Tveir sviptir ökuréttindum vegna hraðaksturs

Tveir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu á Reykjanesbraut í gær eftir að hafa ekið á yfir 100 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 á klukkustund. Annar ökumaðurinn ók á 105 km. hraða en hinn á 130 km. hraða miðað við klst. Báðir voru þeir færðir á lögreglustöðina í Keflavík og sviptir ökuréttindum til bráðabirgða vegna brota sinna.

Ökumennirnir voru ekki á sama tíma á ferð um Reykjanesbraut. Sá þriðji var tekinn á 153 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90. km. í Hvassahrauni á Reykjanesbraut. Sá slapp við sviptingu á staðnum en má búast við að missa réttindin í einn mánuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert