Utanríkisráðherra ræddi varnarmálin

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mbl.is/RAX

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Íslendingar þurfi að horfast í augu við verulega aukningu í útgjöldum vegna varnarmála en sá útgjaldaliður verður í fyrsta sinn í næstu fjárlögum. Ingibjörg er nú í opinberri heimsókn í Noregi og átti hún m.a. fund í gær með Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, og ræddu þær m.a. tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Noregs.

"Samningurinn sem gerður var við Noreg var bara rammasamningur og það er undir okkur komið hvert innihaldið verður," segir Ingibjörg. Því sé nauðsynlegt að fram fari umræða meðal þjóðarinnar um hvað hún sé tilbúin að leggja af mörkum til eigin varna.

Ingibjörg ræddi einnig við norska utanríkisráðherrann, Jonas Gahr Støre, í gær og hitti Harald Noregskonung. Heimsókninni lýkur á föstudag með fundi með Jens Stoltenberg forsætisráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert