Verslun fyrir stafræn heimili

Úr versluninni Sense.
Úr versluninni Sense.

Sen­se, ný versl­un sem legg­ur áherslu á sta­f­ræn­an lífs­stíl, hef­ur verið opnuð í Hlíðasmára 3 í Kópa­vogi. Versl­un­in er í eigu Nýherja og býður ein­stak­ling­um vör­ur og þjón­ustu fyr­ir nú­tíma­heim­ili.

Í til­kynn­ingu frá Nýherja seg­ir, að í versl­un­inni sé fjöl­breytt úr­val mynd- og hljóðlausna fyr­ir nú­tíma­heim­ili auk nýj­ustu tækni í miðstýr­ingu ým­issa heim­ilis­kerfa. Meðal ann­ars er þar að finna Crestron-stjórn­kerfi, sem stýr­ir sta­f­rænu heim­ili. Með mjög ein­földu stjórn­tæki megi stýra öll­um mögu­leg­um tækj­um og kerf­um sem tengj­ast raf­magni, svo sem lýs­ingu, hita, hljóð- og mynd­búnaði, ör­yggis­kerfi, heit­um pott­um, mynda­vél­um, dyr­um og glugga­tjöld­um, svo eitt­hvað sé nefnt. Allt viðmót er á ís­lensku og sér­hannað eft­ir þörf­um hvers viðskipta­vin­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert