360 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 360 þúsund króna sekt og svipt hann ökuréttindum í 2 ár og 4 mánuði fyrir að aka óskráðu bifhjóli með farþega án hlífðarfata á allt að 183 km hraða á Suðurlandsvegi þar sem hámarkshraði var 70 km á klukkustund. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en var loks stöðvaður í Rofabæ. Þetta gerðist í ágúst á síðasta ári.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka bíl án þess að hafa ökuréttindi og fyrir að aka í annað skiptið undir áhrifum áfengis.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi ítrekað gerst sekur um brot gegn umferðarlögum. Þá fékk maðurinn 2 ára dóm fyrir íkveikju og var á reynslulausn þegar síðustu umferðarlagabrotin voru framin. Dómarinn ákvað þó að reynslulausnin skyldi haldast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert