BBC fjallar um íslenska jarðhitann

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Breska ríkisútvarpið BBC sendi í gær út sérstakan útvarpsþátt um jarðhita, sem að talsverðu leyti var tekinn upp hér á landi. Rætt var við Grím Björnsson, jarðeðlisfræðing hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og Hellisheiðarvirkjunin heimsótt.

Í þættinum, sem er í röðinni One er vakin athygli var vakin á því í þættinum að á sama tíma og heimsbyggðin er að opna augun fyrir möguleikum jarðhitanýtingar hafi stjórnvöld í Bandaríkjunum skorið niður fjárveitingu til jarðhitarannsókna.

Í þættinum bentu bandarískir sérfræðingar á að Íslendingar hafi verið í svipuðum sporum og heimsbyggðin öll fyrir nokkrum áratugum. Þjóðin hafi aflað sér orku með brennslu jarðefniseldsneytis. Hún hafi hinsvegar ákveðið að snúa sér að jarðhitanum og afli sér nú nánast allrar raforku og orku til húshitunar með umhverfisvænum hætti.

Útvarpsþáttur BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert