Dæmdur í 230 þúsund króna sekt fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 230 þúsund króna sekt fyrir ýmis umferðarlagabrot, þar á meðal fyrir hraðakstur, að aka undir áhrifum fíkniefna og að aka burt af vettvangi án þess að tilkynna um slys.

Maðurinn var m.a. ákærður fyrir að hafa ekið aftan á annan bíl á Ölfusárbrú á Selfossi og ekið síðan á brott án þess að gegna lögboðnum skyldum sínum vegna óhappsins. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði nokkru síðar áttað sig og hringt í Neyðarlínuna, snúið við og beðið eftir lögreglunni og ætti því ekki að sæta ákæru fyrir þetta.

Dómurinn segir, að samkvæmt umferðarlögum skuli vegfarandi nema staðar við óhapp eða slys. Ökumaður geti ekki ákveðið hvenær eða hvort hann yfirgefur vettvang, eigi hann hlut að máli, fyrr en búið er að tilkynna um slys eða ljúka málinu á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert