Fjöldi fastanúmera á bílum uppurinn

Fastanúmer bíla eru nú að verða uppurin.
Fastanúmer bíla eru nú að verða uppurin. mbl.is/Þorkell

Fasta­núm­er bíla, sem skráð hafa verið frá ár­inu 1970, eru nú upp­ur­in og hafa verið gerðar breyt­ing­ar á núm­era­kerf­inu til að stækka pott­inn. Koma þær breyt­ing­ar til fram­kvæmda í næstu viku, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Um­ferðar­stofu.

Hingað til hafa núm­er­in verið þannig að fyrst koma tveir bók­staf­ir og síðan þrír tölustaf­ir. Með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi gefst kost­ur á út­gáfu sam­tals rúm­lega hálfr­ar millj­ón­ar núm­era og miðað við und­an­far­in ár er u.þ.b. 30 þúsund nýj­um fasta­núm­er­um út­hlutað á ári.

Með því að bæta bók­stöf­um við tölustaf­ina í þriðja dálk núm­ers­ins er hægt að stækka mögu­leg­an núm­era­fjölda upp í rúm­ar tvær millj­ón­ir núm­era. Hingað til hafa fast­núm­er öll verið á form­inu „AB 123" en geta nú einnig verið „AB C23". Gert er ráð fyr­ir því að með þessu breytta fyr­ir­komu­lagi sé hægt að gefa út fasta­núm­er næstu 50 árin.

Um­ferðar­stofa seg­ir, að þessi breyt­ing eigi ekki að hafa í för með sér kostnaðar­auka fyr­ir hlutaðeig­andi aðila. Ekki sé verið að skipta út því kerfi sem fyr­ir er held­ur verið að gera lít­il­væga breyt­ingu sem stuðlar að aukn­um fjölda fasta­núm­era. Hins­veg­ar þurfa fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, sem starfs síns vegna þurfa að vinna með skrán­ingu bíl­núm­era, mögu­lega að gera viðeig­andi breyt­ing­ar á sín­um tölvu­kerf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert