Landsmót Fornbílaklúbbsins sett á Selfossi

Ráðherra undir stýri á gamla Ford.
Ráðherra undir stýri á gamla Ford. mbl.is/Guðmundur Karl.

Lands­mót Forn­bíla­klúbbs­ins var sett á Sel­fossi í kvöld þegar Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, ók á gamla Ford fyr­ir forn­bíla­lest um Sel­foss­bæ. Mótið stend­ur fram á sunnu­dag og er hápunkt­ur­inn glæsi­leg bíla­sýn­ing á morg­un, ásamt bíla­leikj­um og ýms­um skemmti­atriðum. Mót­inu lýk­ur á sunnu­dag með öðrum hópakstri.

Gíf­ur­leg bílaum­ferð hef­ur verið frá höfuðborg­ar­svæðinu og aust­ur fyr­ir fjall í kvöld, og var bílaröðin um tíma nán­ast sam­felld frá Rauðavatni í Reykja­vík og aust­ur á Sel­foss. Mynd­in hér til hliðar var tek­in um hálf sjö neðst í Kömb­un­um við Hvera­gerði.

Samfelld röð niður Kambana.
Sam­felld röð niður Kamb­ana. mbl.is/​Guðmund­ur Karl
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert