Pókermál sent til ákærusviðs

Rannsókn á pókermóti, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sl. laugardag, er lokið hjá lögreglunni og hefur málið verið sent til ákærusviðs embættisins til ákvörðunar.

Rannsakað var hvort mótið bryti í bága við tvær greinar almennra hegningarlaga sem banna mönnum að stunda fjárhættuspil og banna húsráðanda að afla óbeinna eða beinna tekna af því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert