Talsmaður neytenda vill að flugfélög breyti bókunarsíðum

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda hefur sent flugfélögum tilmæli vegna netsölu flugferða og vill að hætt verði að fylla út fyrirfram í valreiti fyrir viðbótarþjónustu á borð við forfallagjöld, sem ekki allir neytendur vilja eða þurfa. Byggt sé á því að þögn sé ekki sama og samþykki og að fyrirbyggja þurfi tvítryggingu.

Á heimasíðu talsmanns neytenda segir, að það sé grundvallaratriði, að neytandi samþykki sérstaklega það sem hann kaupir. Vill Gísli, að fyrir 1. júlí nk. verði látið af því að valreitur fyrir kaup á viðbótarþjónustu á borð við forfallagjald sé fyrirfram útfylltur og framvegis verði netsíður seljenda flugferða þannig, að sérstakar aðgerðir þyrfti til þess að neytandi teldist óska eftir viðbótarþjónustu og greiddi fyrir hana.

Þá mælist Gísli til þess, að í tengslum við valreit fyrir forfallagjald komi fram hvort til falli kostnaður við breytingu á flugferð og hver hann er.

Talsmaður neytenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka