Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. Margt fólk er í sumarhúsum og tjaldstæðum í sýslunni og talsvert var um ölvun í bænum. Þrír gistu í fangageymslum lögreglunnar í nótt, þar af tveir sem teknir voru fyrir ölvunarakstur. Sá þriðji óskaði eftir því sjálfur að vera lokaður inni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.
Lögregla kölluð til vegna slagsmála við skemmtistað í bænum. Einhverjir slösuðust, en leituðu sér sjálfir læknisaðstoðar.
Þá var lögregla var kölluð til vegna slagsmála í miðbæ Selfoss í nótt. Þegar henni bar að beið einn mannanna eftir henni og bað um að vera færður í fangageymslu, því hann treysti sér ekki til þess að vera til friðs sökum ölvunar.
Sagðist lögreglumaður aðeins einu sinni áður á ferlinu hafa orðið vitni að slíku, fyrir um 15 árum síðan. Sá maður hringdi daginn eftir að hafa verið færður í fangageymslur lögreglunnar og þakkaði björgina frá frekari ódæðum.