Hesturinn vanur að vera á eldhúsglugganum heima

Vitringur með bræðrunun Platon og Birtingi (grái hesturinn). Fyrir framan …
Vitringur með bræðrunun Platon og Birtingi (grái hesturinn). Fyrir framan eru börn eigandans, Birkir Thor og María Elísabet Ljósmynd/Bonni
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is

Birtingur er 13 vetra og hefur Björn Torfi átt hann í fjögur ár, en Morgunblaðið sagði frá miklu þreksundi hestsins í gær. „Þegar við bjuggum í Mosfellsdal var Birtingur vanur að vera á eldhúsglugganum hjá okkur en hann hefur verið í hagabeit hjá fjölskyldunni á Álftarósi síðan við fluttum á Seltjarnarnes í fyrrahaust," segir Björn Torfi og bætir við að heimilisfólkið á Álftárósi sé með hesta sína í Hjörsey á sumrin. „Þetta er skemmtilegur hestur með skemmtilega lund og eins og maður nær sambandi við hesta þá hef ég náð ágætu sambandi við þennan og get illmögulega verið án hans." Hann segir að sambandið hafi verið lítið í vetur og því hafi örugglega fylgt söknuður á báða bóga. Það skýri þá sundið.

Björn Torfi fékk Birting hjá Þórarni Jónassyni, Póra í Laxnesi, úr Bakkakoti. Hann bendir á að fólkið í Bakkakoti sé skylt fólkinu frá Hjörsey og hugsanlega hafi hesturinn fundið tenginguna. „Þetta er í fyrsta sinn sem hann leggst í svona maraþonsund en hestarnir í Hjörsey eru allir flugsyndir og synda á milli eyja og lands þegar þeim dettur í hug. Þeir eru miklir sundhestar en Birtingur er ekki af sama kyni og ég vissi ekki af þessum sundhæfileikum. Samt kemur þetta mér ekki á óvart. Núna er Jónsmessan og við Íslendingar erum af keltneskum uppruna, en margar keltneskar sögur eru til af sæskrímslum og öðrum furðum á Jónsmessunni."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert