Mikið moldrok er nú í Úthlíð og virðist moldstrókurinn koma ofan af Hagavatnssvæðinu. Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð sagði í viðtalið við Ríkisútvarpið, að ekkert hafi rignt í Úthlíð eða svæðinu um kring í rúman hálfan mánuð og miklir þurrkar séu á hálendinu.
Ástæðurnar fyrir þessu óvenjumikla rofi segir Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur, sennilega vera þær að land er mjög þurrt á afréttum í uppsveitum Árnessýslu. Gróður hálendisins er illa farinn eftir snjóléttan vetur þar sem frostlyfting hefur verið mikil í jarðvegi og þar að auki er norðaustanáttin stíf.