Moldrok sunnarlega á hálendinu sést vel utan úr geimnum. Þessa mynd tók MODIS-gervitungl klukkan 12:45 í dag og á henni sést moldrokið vel, bæði upptakasvæði og hversu langt það nær á haf út. Óvenjumikið landrof er á hálendinu, sennilega vegna þess að land er mjög þurrt á afréttum í uppsveitum Árnessýslu.