Mýrarboltamót á Selfossi

Mýrarbolti er ekki sérlega hreinleg íþrótt.
Mýrarbolti er ekki sérlega hreinleg íþrótt. mbl.is/Guðmundur Karl

Góð stemmning var á Thule-mýrarboltamótinu sem haldið var á Selfossi í dag. Mýrarbolti er ættaður frá Finnlandi og svipar til knattspyrnu, en leikið er á litlum forarvelli í sex manna liðum.

Þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi er haldið sunnan heiða en samskonar mót hefur verið haldið á Ísafirði um árabil.

Það voru liðsmenn utandeildarliðsins Grettis sem sigruðu á mótinu en Knattspyrnufélag Árborgar stóð fyrir skemmtuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert