Nýr fiskibátur, Sigrún Hrönn ÞH-36, kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík í nótt eftir siglingu frá Hafnarfirði. Sigrún Hrönn, sem er í eigu útgerðarinna Barms ehf., er 15 brúttótonna yfirbyggður línubátur af gerðinni Cleópatra 38 smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði.
Báturinn er allur hinn glæsilegasti, 715 hestafla Volvo Penta aðalvél sér um að koma honum áfram og þá er hann með 17 þúsund króka beitningavél um borð.
Að úgerðinni standa hjónin Ingólfur H. Árnason, skipstjóri, og Freyja Eysteinsdóttir ásamt börnum þeirra.