Nýr fjölmiðill tekur til starfa

Andrés Jónsson opnar nýjan vef-fjölmiðil.
Andrés Jónsson opnar nýjan vef-fjölmiðil.

Eyj­an, nýr sjálf­stæður fjöl­miðill á net­inu, tók til starfa í morg­un. Starf­semi Eyj­unn­ar er hvorki tengd út­gáfu blaða né rekstri ljósvakamiðla og birt­ist efni Eyj­unn­ar aðeins á net­inu, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu rit­stjórn­ar.

Á Eyj­unni birt­ast frétt­ir, sem unn­ar af rit­stjór­un­um Pétri Gunn­ars­syni og Andrési Jóns­syni, en einnig munu þekkt­ir fjöl­miðlamenn og stjórn­mála­menn skrifa blogg. Þeirra á meðal eru Eg­ill Helga­son, Þrá­inn Bertels­son, Arna Schram og Björn Ingi Hrafns­son ásamt fleir­um.

Eig­end­ur Eyj­unn­ar eru Andrés Jóns­son, Birg­ir Er­lends­son, Pét­ur Gunn­ars­son og Jón Garðar Hreiðars­son, sem jafn­framt er fram­kvæmda­stjóri.

Eyj­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert