Togarar á grálúðuveiðum á Hampiðjutorginu hafa að undanförnu þurft að flýja þaðan vegna mikillar þorskveiði. Hilmar Helgason, skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni, hefur stundað þar veiðar á hverju sumri síðan 1990 og segir að aldrei fyrr hafi verið svona mikið af þorski á slóðinni.
Þorskurinn heldur sig nú mun dýpra en áður og einnig lengra utan við landgrunnið. Menn velta því fyrir sér hvort þetta sé fiskur sem er að fara yfir Sundið í ætisleit eða hann að koma frá Grænlandi.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.