Í ár eru 60 ár síðan skipið Dhoon frá Englandi strandaði undir Látrabjargi. Í því tilefni var haldin minningarathöfn um atburðinn við minnisvarðann við Geldingarskorardal á Látrabjargi í gær.
Þar hélt Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ræðu og Gísli Már Gíslason fræddi viðstadda um björgunina. Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, flutti ræðu og sr. Sveinn Valgeirsson flutti blessunarorð.
Eftir athöfnina var gengið að Setnagjá, en þar er gott útsýni yfir Flaugarnef. Því næst var sigsýning við vitann á Bjargtöngum. Að lokum bauð Slysavarnafélagið Landsbjörg gestum og gangandi í kaffisamsæti á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti.
Góð þáttaka var við bjargið, og fólk naut veðurbíðunnar.