Einkadansinn líður undir lok

Frá og með 1. júlí næst­kom­andi verður einka­dans bannaður á skemmtistöðum. Hvorki verður heim­ilt að bjóða upp á nekt­ar­sýn­ing­ar á skemmti- og veit­inga­stöðum né með öðrum hætti gera út á nekt starfs­manna eða annarra sem þar eru. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um er nekt­ar­dans í at­vinnu­skyni leyfi­leg­ur á veit­ingastað að fengn­um já­kvæðum um­sögn­um sveit­ar­stjórn­ar, heil­brigðis­nefnd­ar, slökkviliðs, bygg­ing­ar­full­trúa og lög­reglu. Þetta kom fram í frétt Rík­is­út­varps­ins

Ef und­anþága til nekt­ar­dans­sýn­inga verður veitt, verður dans­ara óheim­ilt að fara um meðal gesta og áhorf­enda og hvers­kon­ar einka­sýn­ing­ar verða bannaðar. Af þessu má skilja að það verði með öllu óheim­ilt að sýna einka­dans frá byrj­un júlí. Að mati Atla Gísla­son­ar, lög­manns og þing­manns Vinstri grænna, verður ríkið ekki skaðabóta­skylt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert