Líkur á olíu í íslenskri lögsögu

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. mbl.is/Friðrik
Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is

„Niðurstöður úr rannsóknum sem unnar hafa verið á svokölluðu Drekasvæði, sem liggur norðaustan í efnahagslögsögu Íslands, að Jan Mayen-svæðinu, benda til þess að meira en ágætar líkur séu á að þar séu vinnanlegar jarðefnalindir undir hafsbotni," segir hann.

"Ég tel að málið sé komið á það stig að kanna þurfi hvort alþjóðlegur áhugi sé á því hjá olíufyrirtækjum að fjárfesta í virkri leit með rannsóknarborunum og vonandi vinnslu í framhaldinu. Ég stefni þess vegna að því að fyrir lok næsta sumars verði hægt að bjóða út sérleyfi til olíuleitar á þessu svæði."

Stjórnvöld þurfi nú að meta þörfina á frekari rannsóknum á náttúrufari og ákveða hvort þær verða í höndum sérleyfishafa eða hins opinbera.

Viðtal við Össur er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert