Þrír slökkviliðsmenn voru á Miðdalsheiði til klukkan tvö í nótt og slökktu í síðustu glæðum gróðureldanna. Svæðið er mun stærra búist var við í fyrstu, eða um 15 hektarar. Náttúrufræðastofnun mun meta ástand gróðurs og fuglalífs í byrjun vikunnar, samkvæmt upplýsingum slökkviliðs. Erfitt aðgengi var fyrir dælubíla að eldunum, þar sem engir vegir liggja á þessu slóðum.