Arfaplokk og fræðsla í Vinnuskólanum

Nemendur efstu bekkja grunnskólanna vinna nú hörðum höndum við að snyrta garða og torg Reykjavíkur. Vinnuskólinn er þó ekki lengur eini atvinnumöguleiki grunnskólabarna því fjölmargir unglingar vinna á fleiri en einum stað yfir sumari.

Í vinnuskólanum er þó ekki einungis arfinn plokkaður, því sífellt meiri áhersla er lögð á fræðslu fyrir ungmennin yfir sumarið. Elstu hóparnir fá jafningjafræðslu um áfengi og vímuefni frá Hinu húsinu og í sumar verða hjólreiðar kynntar fyrir þeim yngri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert