Ekið á hjólreiðamann

Reiðhjólið er í kuðli undir flutningabílnum en maður með reiðhjólahjálm …
Reiðhjólið er í kuðli undir flutningabílnum en maður með reiðhjólahjálm stendur hjá. mbl.is/Kristinn Kjartansson

Ekið var á hjól­reiðamann á um­ferðarljós­um við Skútu­vog í Reykja­vík um klukk­an 7.40 í morg­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu var hjól­reiðamaður­inn með fulla meðvit­und en kallað var eft­ir sjúkra­bif­reið fyr­ir hann. Eins og sjá má á mynd sem veg­far­andi tók er reiðhjólið í kuðli und­ir flutn­inga­bíl en reiðhjóla­maður­inn stend­ur hjá að því er virðist lítið meidd­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert