Ekið var á hjólreiðamann á umferðarljósum við Skútuvog í Reykjavík um klukkan 7.40 í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var hjólreiðamaðurinn með fulla meðvitund en kallað var eftir sjúkrabifreið fyrir hann. Eins og sjá má á mynd sem vegfarandi tók er reiðhjólið í kuðli undir flutningabíl en reiðhjólamaðurinn stendur hjá að því er virðist lítið meiddur.