Eldur um borð í hvalaskoðunarbáti

Hafsúlan. Myndin er tekin af heimasíðu Hvalstöðvarinnar.
Hafsúlan. Myndin er tekin af heimasíðu Hvalstöðvarinnar.

Eldur kom upp í vélarrúmi í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni skammt frá Reykjavíkurhöfn nú síðdegis, um sjötíu manns eru um borð í bátnum, en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðins hefur tekist að ráða niðurlögum eldsins.

Báturinn lagði af stað frá Reykjavíkurhöfn klukkan 17 og varð eldsins vart skömmu síðar. Báturinn er nú á leið til hafnar. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig eldurinn kom upp eða hvort mikil hætta var á ferðum, engan mun þó hafa sakað.

Skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kallað út vegna eldsins en það útkall hefur nú verið afturkallað samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka