Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð

Húsin munu kosta þriðjung af því sem hús af sömu …
Húsin munu kosta þriðjung af því sem hús af sömu stærð kosta hér, eða á bilinu 27,7 til 37,6 milljónir fyrir 200 til 400 fermetra hús.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is

Kaupendum fasteigna í Bandaríkjunum býðst að taka lán hjá þarlendum lánastofnunum. Miðað við upplýsingar frá Garðatorgi um lánskjör eru þau mun hagstæðari en hér þekkist og munar þar mestu að lánin eru óverðtryggð. Ef miðað er við kaup á fasteign sem kostar þrjátíu milljónir, þá bjóða bandarískir bankar tuttugu og fjögurra milljóna lán, eða sem nemur áttatíu prósentum af verðinu. Lánin eru á sex prósent vöxtum til þrjátíu ára. Heildarendurgreiðsla af slíku láni yrði tæpar fimmtíu og átta milljónir. Ef kaupandi myndi leita til Íbúðalánasjóðs um jafn hátt lán yrði endurgreiðslan tæplega tvöfalt hærri, eða sem nemur rúmum hundrað og fimm milljónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert