Í ár eru tvö hundruð ár frá fæðingu tveggja af Fjölnismönnunum svonefndu. Þann 16. nóvember verða tvöhundruð ár frá fæðingu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og verður þess minnst með margvíslegum hætti á árinu bæði hér á landi og í Danmörku.
Tvöhundruð ára afmælis Fjölnismannsins Tómasar Sæmundssonar var hins vegar minnst að Breiðabólstað í Fljótshlíð fyrir skömmu en samkvæmt heimildum Önundar Björnssonar, sóknarprests á Breiðabólstað, fór Tómas með nokkurs konar föðurhlutverk gagnvart Fjölnismönnunum, þótt hann væri jafnaldri þeirra.