Fyrsta brautskráningu MPM náms við HÍ

Hópurinn sem útskrifaðist með MPM gráðu.
Hópurinn sem útskrifaðist með MPM gráðu.

Fyrsta braut­skrán­ing MPM náms við Há­skóla Íslands fór fram sl. laug­ar­dag en alls braut­skráðust 35 nem­end­ur með MPM gráðu, 25 kon­ur og 10 karl­ar. Tveir nem­end­ur hlutu sér­staka viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi náms­ár­ang­ur, þær Arn­hild­ur Ásdís Kol­beins og Hild­ur Helga­dótt­ir en þær hlutu báðar 9 í meðal­ein­kunn.

MPM (Master of Proj­ect Mana­gement) nám við Há­skóla Íslands hófst haustið 2005. Námið er stjórn­un­ar­nám með sér­stakri áherslu á verk­efna­stjórn­un og leiðtoga­fræði, og hef­ur ein­kunn­ar­orðin hug­vit, siðvit, verksvit, að leiðarljósi.

Þor­steinn Ingi Sig­fús­son, pró­fess­or og for­stjóri Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar Íslands flutti hvatn­ing­ar­ræðu til hóps­ins í til­efni dags­ins. Í ræðu sinni sagði hann, m.a. að MPM námið væri með bestu ný­sköp­un­ar­áföng­um í seinni ára sögu skól­ans því að verk­efna­stjórn­un væri mik­il­væg­ur hlekk­ur í að koma kenn­ing­um, og áætl­un­um frá papp­ír að mann­virki, vöru eða þjón­ustu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka