Fyrsta brautskráningu MPM náms við HÍ

Hópurinn sem útskrifaðist með MPM gráðu.
Hópurinn sem útskrifaðist með MPM gráðu.

Fyrsta brautskráning MPM náms við Háskóla Íslands fór fram sl. laugardag en alls brautskráðust 35 nemendur með MPM gráðu, 25 konur og 10 karlar. Tveir nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur, þær Arnhildur Ásdís Kolbeins og Hildur Helgadóttir en þær hlutu báðar 9 í meðaleinkunn.

MPM (Master of Project Management) nám við Háskóla Íslands hófst haustið 2005. Námið er stjórnunarnám með sérstakri áherslu á verkefnastjórnun og leiðtogafræði, og hefur einkunnarorðin hugvit, siðvit, verksvit, að leiðarljósi.

Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands flutti hvatningarræðu til hópsins í tilefni dagsins. Í ræðu sinni sagði hann, m.a. að MPM námið væri með bestu nýsköpunaráföngum í seinni ára sögu skólans því að verkefnastjórnun væri mikilvægur hlekkur í að koma kenningum, og áætlunum frá pappír að mannvirki, vöru eða þjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka