Hafsúlan komin í land

Farþegar úr Hafsúlunni fóru margir um borð í Eldinguna þegar …
Farþegar úr Hafsúlunni fóru margir um borð í Eldinguna þegar komið var í land og héldu á ný út á haf. mbl.is/Friðrik

Hvalaskoðunarskipið, Hafsúlan er komin til hafnar og sigldi fyrir eigin vélarafli. Farþegar skipsins eru þegar komnir um borð í hvalaskoðunarskipið Eldinguna og eru á leið í fyrirhugaða hvalaskoðunarferð. Björgunaraðgerðir gengu vonum framar að sögn lögreglu og varð engum meint af þótt nokkur reykur hafi gosið upp. Samkvæmt upplýsingum frá Hvalstöðinni, sem á Hafsúluna, var eldurinn minni en talið var í fyrstu en hann mun hafa stafað af því að dísilolíurör fór í sundur.

Um það bil 75 farþegar voru um borð í Hafsúlunni, flestir erlendir ferðamenn. Bandarískar mæðgur, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við, sögðu að gosið hefði upp mikill reykur og megn dísilolíulykt. Viðbrögð áhafnarinnar hefðu verið mjög skjót, farþegar voru látnir bíða í björgunarvestum uppi á þilfari og báta dreif þegar að til aðstoðar mjög fljótlega. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjavík og Hafnarfirði voru kölluð út auk Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hafnsögubáta Reykjavíkurhafnar, sem eru búnir öflugum slökkvibúnaði. Þá fór Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, í loftið kl. 17:32 og fylgdi Hafsúlunni eftir þar til hún var komin örugg inn í Reykjavíkurhöfn um 10 mínútum síðar.

Hópur ungmenna frá Jerúsalem í Ísrael, sem keppti á alþjóðaleikum ungmenna í Laugardal um helgina, var um borð í Hafsúlunni. Krakkarnir eru að fara af landi brott í kvöld og höfðu því ekki tíma til að fara í siglinguna með Eldingunni. Voru þau að vonum óánægð með að hafa ekki fengið tækifæri til að sjá hvali.

Farþegar úr Hafsúlunni koma í land.
Farþegar úr Hafsúlunni koma í land. mbl.is/Friðrik
Ísraelsku ungmennin voru að vonum vonsvikin yfir að hafa misst …
Ísraelsku ungmennin voru að vonum vonsvikin yfir að hafa misst af hvalaskoðunarferðinni. mbl.is/Friðrik
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert