Hálfheiðið og hálfkristið brúðkaup

Brúðhjónin Anna Sigríður Ólafsdóttir og Úlfur Þór Úlfarsson.
Brúðhjónin Anna Sigríður Ólafsdóttir og Úlfur Þór Úlfarsson. bb.is/Þorsteinn J. Tómasson.

Óvenjulegt brúðkaupið fór fram í Skatnavör neðan Arnarness í Skutulsfirði á laugardag þegar Anna Sigríður Ólafsdóttir og Úlfur Þór Úlfarsson gengu í hjónaband en athöfnin var hálfheiðin og hálfkristin.

Um vígsluna sáu þau séra Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði, Jónína K. Berg, fyrrverandi allsherjargoði og Eyvindur Eiríksson Vestfjarðagoði.

Fram kemur á fréttavefnum bb.is, að þótt mest hafi borið á brúðinni, eins og venja sé við athafnir sem þessar, hafi ekki verið laust við að brúðguminn hafi náð að fanga augnaráð gesta, en hann klæddist skotapilsi og hnésokkum við efrihluta íslenska búningsins.

Syni þeirra Önnu og Úlfs var einnig gefið nafn við þetta tækifæri og heitir hann Fróði Örn Arndal Úlfsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka