Viðamiklar hvalatalningar á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila hennar hefjast í dag á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Leiðangurinn mun standa yfir í einn mánuð og munu 3 skip á vegum stofnunarinnar sigla á hafsvæði sem nær frá Jan Mayen í norðri og frá Grænlandi í vestri að landhelgismörkum Noregs í austri.