Portúgalskur starfsmaður erlends verktakafélags lést af völdum áverka sem hann hlaut við fjögurra metra fall niður á steingólf í Fljótsdalsstöð, stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hann var fluttur til Egilsstaða en þaðan átti að senda hann flugleiðis til Reykjavíkur, en hann lést í sjúkrabílnum á leiðinni vegna höfuðáverka og innvortis blæðinga.
Á vef Kárahnjúkavirkjunar kemur fram að slysið hafi orðið þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvarhúsinu. Slinkur mun hafa komið á stykkið við hífinguna og rakst það í manninn sem féll niður á gólf.
Það var tekið fram að maðurinn var með öryggishjálm þegar slysið átti sér stað. Samstarfsmönnum hans býðst áfallahjálp í dag.
Fyrirtækið sem maðurinn starfaði fyrir, VA-Tech, er þýskt/austurrískt og sér um vélar og rafbúnað í stöðvarhúsinu.