Lést á leið í sjúkraflugið

Banaslys varð í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í morgun.
Banaslys varð í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar í morgun. mbl.is/RAX

Portú­galsk­ur starfsmaður er­lends verk­taka­fé­lags lést af völd­um áverka sem hann hlaut við fjög­urra metra fall niður á stein­gólf í Fljóts­dals­stöð, stöðvar­húsi Kára­hnjúka­virkj­un­ar í Fljóts­dal. Hann var flutt­ur til Eg­ilsstaða en þaðan átti að senda hann flug­leiðis til Reykja­vík­ur, en hann lést í sjúkra­bíln­um á leiðinni vegna höfuðáverka og inn­vort­is blæðinga.

Á vef Kára­hnjúka­virkj­un­ar kem­ur fram að slysið hafi orðið þegar verið var að hífa stykki milli hæða í stöðvar­hús­inu. Slink­ur mun hafa komið á stykkið við híf­ing­una og rakst það í mann­inn sem féll niður á gólf.

Það var tekið fram að maður­inn var með ör­ygg­is­hjálm þegar slysið átti sér stað. Sam­starfs­mönn­um hans býðst áfalla­hjálp í dag.

Fyr­ir­tækið sem maður­inn starfaði fyr­ir, VA-Tech, er þýskt/​aust­ur­rískt og sér um vél­ar og raf­búnað í stöðvar­hús­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert