Ók tvisvar í gegnum radarmælingu lögreglu á of miklum hraða

Ökumaður á leið út úr Reykjavík fór tvisvar sinnum í gegnum radarmælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á of miklum hraða. Fyrst var hann mældur um klukkan sex í morgun á 141 km hraða í Ártúnsbrekkunni og áður en lögreglumenn náðu að stöðva för ökuþórsins mældist hann fimm mínútum síðar á 116 km hraða í Mosfellsbæ þar sem 50 km hámarkshraði er.

Að sögn lögregluvarðstjóra var ökumaðurinn erlendur ferðamaður á bílaleigubíl og var hann færður á lögreglustöð og mun eiga von á fjársekt.

Þó að umferðin hafi verið mikil í gærkvöldi þá mun hún hafa gengið stórslysalaust í gærkvöldið en lögregluvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu hafði orð á því að: „ef nokkrir íbúar með tjaldvagna valda þessum töfum hvað gerist þá ef rýma þyrfti borgina í flýti?"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka