Rafiðnaðarsambandið hefur krafist þess að verktakafyrirtæki framvísi pappírum sem sanni menntun 30 pólskra verkamanna, sem hafa unnið sem rafvirkjar við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls frá áramótum en ella verði verk Pólverjanna þeirra í álverinu rifin niður. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.
Í fréttum Sjónvarpsins kom fram, að verktakafyrirtækið Hamar sé undirverktaki hjá Bechtel, sem byggir álverið í Reyðarfirði. hafa um 70 Pólverjar unnið sem iðnaðarmenn frá áramótum og 30 sem rafvirkjar. Í marsmánuði höfðu nokkrir þeirra samband við Rafiðnaðarsambandið og kvörtuðu undan kjörum sínum og sögðust á lægri launum en landar þeirra sem unnu við sambærileg störf hjá Bechtel.
Rafiðnaðarsambandið kannaði málið og komst að því að mennirnir höfðu um 400 krónur á tímann en voru seldir út á rafvirkjataxta, sem er um 5000 krónur á klukkustund. Þá kom í ljós við frekari eftirgrennslan að vinnugögn vegna ríflega 100 starfsmanna Hamars vantaði, þar með talin um starfsréttindi þeirra.
Hamar leiðrétti kjör mannanna og skráði þá svo í apríl en gögn um starfsmenntun þeirra voru ófullnægjandi. Þá var fyrirtækinu veittur frestur til að skila pappírum til menntamálaráðuneytisins svo hægt væri að sannreyna að mennirnir væru iðnmenntaðir en þeir hafa ekki borist.