Aðstöðu lítið ábótavant á Geysissvæði

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur

ylfa@mbl.is

Aðeins er nauðsynlegt að afmarka betur göngustígana á Geysissvæðinu og laga reipin sem eru strengd við þá. Þetta er skoðun Ragnheiðar Björnsdóttur, formanns Félags leiðsögumanna. Hún kynnti sér aðstæður á Geysissvæðinu í gær og telur að meira eigi ekki að gera. "Fólk er þarna á eigin vegum og á eigin ábyrgð," segir hún og bætir við að ekki sé hægt að hafa sérlandvörð fyrir svæðið, en einn landvörður sér bæði um Geysissvæðið og Gullfoss. Eftirlitsmaður ætti hinsvegar að vera til staðar til að sjá um að göngustígar og reipi uppfylli kröfur en ekki til þess að passa fólk.

Að mati Ólafs A. Jónssonar, landfræðings á náttúruverndar- og útivistarsviði Umhverfisstofnunar, eru öryggismál svæðisins í góðu standi. Þar séu merkingar og kaðlar sem haldi fólki utan hættulegustu svæðanna auk palla og göngustíga sem fólk eigi að halda sig á. Að auki sé landvörður á svæðinu til að fylgjast með því að fólk fari ekki inn fyrir öryggislínurnar. Hann segir óskandi að landvörður væri með einungis þetta svæði til umsjónar en því miður sé það ekki svo.

Mikilvægt að gæta meðalhófs

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert