Beit lögreglukonu í lærið

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglukonu í lærið þegar verið var að flytja hann í lögreglubíl utan við skemmtistað í Hafnarfirði í október sl. Lögreglukonan fékk marblett á lærið.

Í dómnum segir, að maðurinn hafi í sjálfu sér ekki neitað því að hann hafi bitið konuna en telji það ólíklegt og að það hafi þá gerst í hita leiksins og óvart. Dómurinn segir þó ekki varhugavert að telja sannað, að maðurinn hafi gerst sekur um þessa háttsemi og vísar m.a. til staðfasts framburðar lögreglukonunnar.

Maðurinn fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir tvær líkamsárásir á síðasta ári og rauf hann það skilorð með brotinu gegn lögreglukonunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert