Beit lögreglukonu í lærið

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt karl­mann í 5 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að bíta lög­reglu­konu í lærið þegar verið var að flytja hann í lög­reglu­bíl utan við skemmti­stað í Hafnar­f­irði í októ­ber sl. Lög­reglu­kon­an fékk mar­blett á lærið.

Í dómn­um seg­ir, að maður­inn hafi í sjálfu sér ekki neitað því að hann hafi bitið kon­una en telji það ólík­legt og að það hafi þá gerst í hita leiks­ins og óvart. Dóm­ur­inn seg­ir þó ekki var­huga­vert að telja sannað, að maður­inn hafi gerst sek­ur um þessa hátt­semi og vís­ar m.a. til staðfasts framb­urðar lög­reglu­kon­unn­ar.

Maður­inn fékk skil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir tvær lík­ams­árás­ir á síðasta ári og rauf hann það skil­orð með brot­inu gegn lög­reglu­kon­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert