Ekkert bólar á aukaferðum Herjólfs

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.
Eft­ir Evu Bjarna­dótt­ur eva@mbl.is

Mik­il­vægt að verða strax við ósk Vest­manna­ey­inga

Áætlað var að bæta við rúm­lega 20 ferðum á mik­il­væg­um ferðadög­um og þá daga verða því þrjár ferðir á dag. Í rík­is­stjórn­ar­samþykkt seg­ir að Kristjáni L. Möller, sam­gönguráðherra, hafi borist beiðni frá bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja um að bæta við þriðju ferð Herjólfs á mik­il­væg­um ferðadög­um í sum­ar. Einkum sé horft til næt­ur­ferða á föstu­dög­um en aðrir dag­ar, þegar vænta má mik­ils straums ferðamanna og eft­ir­spurn er mik­il vegna flutn­ings á bíl­um með fylgi­vagna, komi einnig til greina.

Í samþykkt­inni er gert ráð fyr­ir að kostnaður vegna rúm­lega 20 ferða sé kring­um 30 millj­ón­ir króna og tekið er fram að mik­il­vægt sé að verða strax við þess­ari ósk Vest­manna­ey­inga og að Eim­skip, sem rek­ur Herjólf, muni til­greina nán­ari til­hög­un auka­ferðanna.

20 ferðir nauðsyn­leg­ur plást­ur á sam­göngusárið

Það sem af er sum­ars hef­ur ekk­ert bólað á reglu­leg­um auka­ferðum og seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, ástandið óá­sætt­an­legt. „Staðan nú er ein­fald­lega sú að flest­ar helg­ar í sum­ar er erfitt og stund­um ómögu­legt fyr­ir okk­ur Eyja­menn og gesti okk­ar að ferðast til og frá Eyj­um. Þess­ar 20 ferðir sem búið var að lofa eru nátt­úru­lega nauðsyn­leg­ur plást­ur á sam­göngusárið sem hér blæðir úr.“ Hann seg­ir það sem til þurfi sé að taf­ar­laust verði feng­in nýrri og öfl­ugri ferja sem leyst geti þessa af þar framtíðarsam­göng­ur kom­ist á.

„Nú þegar hef­ur ein­hverj­um viðbót­ar­ferðum verið bætt við. Um fimm ferðum í sum­ar, en ekk­ert komið á hreint með rest­ina,“ seg­ir Auður Ey­vinds­dótt­ir, for­stöðumaður hjá Vega­gerðinni. „Málið stopp­ar helst á pen­inga­hliðinni og fjölg­un á ferðum krefst mun hærri greiðslna held­ur lofað var í rík­is­stjórn­ar­samþykkt­inni,“ bæt­ir hún við.

Jón Rögn­valds­son, vega­mála­stjóri, seg­ir samn­inga ekki hafa náðst við rekstr­araðila, en Vega­gerðin reyni að ná sam­komu­lagi. Ekki er vitað hvenær það tekst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert