Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til göngu gegn umferðarslysum í dag klukkan 17. Með þessari göngu vill starfsfólk HSu sýna samstöðu með hjúkrunarfræðingum á LSH sem hafa skipulagt slíka göngu í Reykjavík.
Í tilkynningu frá hjúkrunarfræðingunum segir m.a.: „Framundan er sumarið og viljum við gera almenningi grein fyrir áhyggjum okkar vegna aukins hraða í umferðinni og alvarleika slysa. Efst á óskalistanum eru ekki fleiri viðskiptavinir í sumar."
Starfsfólk HSu hvetur Selfossbúa og aðra til að taka þátt í göngunni í dag. Gengið verður frá sjúkrahúsinu við Árveg, upp Heiðmörkina og upp á Austurveg og niður að ráðhúsi, til baka og endað við Lögreglustöðina við Hörðuvelli. Þar mun fulltrúi framkvæmdastjórnar HSu flytja stutt ávarp.