Góð þáttaka í fjöldagöngum gegn slysum

Um hundrað manns tóku þátt í göngunni á Selfossi
Um hundrað manns tóku þátt í göngunni á Selfossi mbl.is/Sigurður

Á þriðja hundrað manns tóku þátt í fjöldagöngu á Akureyri með hjúkrunarfræðingum gegn slysum nú síðdegis. Gengið var frá þyrlupallinum við Fjórðungssjúkrahúsið, niður Þórunnarstræti, suður Glerárgötu og inn á Ráðhústorg. Þá gengu um 100 manns um götur Selfoss frá sjúkrahúsinu við Árveg, að ráðhúsi Selfoss og þaðan að lögreglustöðinni. Esther Óskarsdóttir skrifstofustjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sagði í ávarpi að útköll sjúkraflutningamanna hafi aukist um 40% frá árinu 2005.

Flutningar hjá sjúkraflutningamönnum á Selfossi eru að meðaltali 4,3 á hverjum degi að sögn Estherar, sem er 23% aukning frá síðasta ári. „Þetta er allt of mikið og verðum við að finna leiðir til þess að draga úr þessu og fækka slysum,” sagði Esther meðal annars og ennfremur að heilsugæslustöðvarnar fyndu vel fyrir aukinni umferð yfir sumartímann sem réðist af fjölgun íbúa í frístundabyggðinni á svæðinu.

Mikill fjöldi tók þátt í göngunni í Reykjavík, á fimmta þúsund manns og báru hjúkrunafræðingar blöðrur til að minna á þá sem slösuðust alvarlega og létust í slysum á síðasta ári.

Frá göngunni á Akureyri
Frá göngunni á Akureyri mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka