Lét öll laun sín renna til góðgerðarmála

Raphael Wechsler, stundakennari við Háskólann í Reykjavík, hefur látið öll laun sem hann fékk fyrir kennslu við skólann í vetur, renna til góðgerðarmála en Wechsler, sem er sjóðstjóri hjá Glitni, kenndi alþjóðafjármál í viðskiptadeild.

Fram kemur á vef Háskólans í Reykjavík, að Wechsler tilkynnti nemendum sínum í byrjun annar að hann hygðist láta öll laun sín renna til góðgerðarmála og að þrír efstu nemendur námskeiðsins fengju að velja hvaða samtök fengju peningana. Nemendurnir þrír sem urðu efstir í vor, Elín Guðlaug Stefánsdóttir, Kjartan Jónsson og Kristinn Björn Sigfússon, ákváðu að láta laun Wechslers renna til Einstakra barna og Barnaspítala Hringsins. Í dag var féð afhent þessum samtökum við litla athöfn í Háskólanum í Reykjavík.

Heimasíða Háskólans í Reykjavík

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert