Mikil þátttaka í göngu gegn umferðarslysum

Mikill mannfjöldi er við Landspítalann í Reykjavík. Fremst á myndinni …
Mikill mannfjöldi er við Landspítalann í Reykjavík. Fremst á myndinni eru hjúkrunarfræðingar á skurðdeild spítalans. mbl.is/Sverrir

Mikill mannfjöldi tekur nú þátt í fjöldagöngum gegn umferðarslysum í Reykjavík, á Akureyri og Selfossi. Þar bera hjúkrunarfræðingar rauðar blöðrur til merkis um samstöðu með þeim sem slasast hafa í umferðinni, en sjúkraflutningamenn ganga með svartar blöðrur til minningar um þau sem létust í bílslysum á síðasta ári.

Á Akureyri hófst gangan við þyrlupallinnn við sjúkrahúsið og endar á Ráðhústorgi. Í Reykjavík hófst gangan við sjúkrabílamóttöku LSH við Eiríksgötu og lýkur við þyrlupallinn í Fossvogi. Á Selfossi er gengið frá sjúkrahúsinu við Árveg, upp Heiðmörkina og upp á Austurveg og niður að ráðhúsi, til baka og endað við lögreglustöðina við Hörðuvelli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert