Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært til umhverfisráðherra þá ákvörðun ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 25. maí 2007, að allt að 2,5 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi skuli óháð mati á umhverfisáhrifum.
Á vef Náttúruverndarsamtaka Íslands kemur fram að um er að ræða virkjun til framleiðslu á rafmagni sem selja á inn á dreifikerfið. Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar á náttúru og aðra starfsemi á svæðinu kunna að vera það mikil að nauðsynlegt er að meta þau í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.
„Náttúrverndarsamtök Íslands telja brýnt að almenningur, ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar fái tækifæri til að kynna sér og gera athugasemdir við fyrirhugaða Hverfisfljótsvirkjun í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum."
Stjórnsýslukæra Náttúruverndarsamtaka Íslands