Skrifborðsæfing vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs fyrirhuguð

Á stefnu­skrá er að hafa skrif­borðsæfingu í haust til að fara yfir boðskipti og ákv­arðana­tök­ur við stjórn­un í heims­far­aldri in­flú­ensu. Al­mann­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir, að vinnu við áætl­un vegna heims­far­ald­urs miði ágæt­lega. Búið sé að gera stöðuskýrslu vegna þessa verk­efn­is og þar kem­ur meðal ann­ars fram að áhættumat vegna in­flú­ens­unn­ar er óbreytt og staðan í heim­in­um hef­ur ekki batnað.

Vinnu­hóp­ar sem skipaðir voru á síðasta ári hafa all­ir skilað fyrstu drög­um að áætl­un og vinna er haf­in við að sam­ræma niður­stöður í eina áætl­un.

Al­manna­varna­deild seg­ir, að í bíg­erð sé að mynda tvo nýja vinnu­hópa, einn með ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu sem hafi það hlut­verk að skoða alþjóðamál og alþjóðasam­skipti og ann­an skipaðan af dómur­um til að fara yfir lög­fræðileg álita­efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert