Asparglytta að ná fótfestu hér

Asparglytta. Myndin er tekin af heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.
Asparglytta. Myndin er tekin af heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. mynd/Erling Ólafsson

Vorið 2006 fannst í fyrsta sinn á Íslandi bjallan asparglytta en hún er vel þekkt meindýr á trjám af víðiætt í norðanverðri Evrópu. Bjallan, sem er fagurgræn að lit, fannst í fyrra í reit hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Hún gerði aftur vart við sig þar í vor og einnig í reit við Leirvogsá.

Erling Ólafsson segir í greininni, að bjöllurnar hafi dálæti á alaskaösp, blæösp, viðju og gulvíði og muni sennilega fátt stöðva framrás þeirra úr þessu. Spurningin sé fremur sú hvenær, en ekki hvort, þær muni ná til höfuðborgarsvæðisins.

Náttúrufræðistofnun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert