Fyrrverandi formanni vélhjólasamtakanna Sniglanna hefur verið vikið úr samtökunum, en formaður félagsins segir að fjöldi athugasemda hafi borist frá félagsmönnum. Þetta kom fram í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Viðkomandi hafði í tvígang orðið uppvís af glæfraakstri og endaði síðara atvikið með slysi á Breiðholtsbraut í sumar. Töldu félagsmenn að félag sem beitti sér gegn hraðakstri ætti að bregðast við framferði mannsins og var honum því vikið úr þeim.