Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum

Sniglarnir hafa fordæmt hraðakstur
Sniglarnir hafa fordæmt hraðakstur mbl.si/Árni Torfason

Fyrrverandi formanni vélhjólasamtakanna Sniglanna hefur verið vikið úr samtökunum, en formaður félagsins segir að fjöldi athugasemda hafi borist frá félagsmönnum. Þetta kom fram í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Viðkomandi hafði í tvígang orðið uppvís af glæfraakstri og endaði síðara atvikið með slysi á Breiðholtsbraut í sumar. Töldu félagsmenn að félag sem beitti sér gegn hraðakstri ætti að bregðast við framferði mannsins og var honum því vikið úr þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka