Herjólfur fer næturferðir í þessari og næstu viku

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja hef­ur óskað eft­ir að þær 5 næt­ur­ferðir Herjólfs, sem kveðið er á um í gild­andi samn­ing­um í kring­um Shell­mót og gos­loka­hátíð, verði farn­ar í dag, á morg­un og sunnu­dag og síðan fimmtu­dag­inn í næstu viku og sunnu­dag.

Í samþykkt bæj­ar­ráðs seg­ir, að þar með sé nú­ver­andi svig­rúm Vest­manna­eyja­bæj­ar til að biðja um næt­ur­ferðir búið. Þetta hafi gert í þeirri trú að þess­ar tvær vik­ur, sem brúaðar verði með þessu, verði notaðar til að efna gef­in lof­orð um 20 næt­ur­ferðir á ár­inu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra í Eyj­um, er ein­ung­is laust fyr­ir ör­fáa bíla með næt­ur­ferðinni í kvöld og nán­ast uppp­antað með næt­ur­ferðinni á sunnu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert