Herjólfur fer næturferðir í þessari og næstu viku

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur óskað eftir að þær 5 næturferðir Herjólfs, sem kveðið er á um í gildandi samningum í kringum Shellmót og goslokahátíð, verði farnar í dag, á morgun og sunnudag og síðan fimmtudaginn í næstu viku og sunnudag.

Í samþykkt bæjarráðs segir, að þar með sé núverandi svigrúm Vestmannaeyjabæjar til að biðja um næturferðir búið. Þetta hafi gert í þeirri trú að þessar tvær vikur, sem brúaðar verði með þessu, verði notaðar til að efna gefin loforð um 20 næturferðir á árinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er einungis laust fyrir örfáa bíla með næturferðinni í kvöld og nánast upppantað með næturferðinni á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka