Hrannar Björn aðstoðarmaður Jóhönnu

Hrannar Björn Arnarsson.
Hrannar Björn Arnarsson.

Hrannar Björn Arnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og mun hann hefja störf 1. júlí næstkomandi.

Hrannar Björn er 39 ára, stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, með diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og stundar MBA-nám við Háskóla Íslands.

Hrannar var borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans um tíma, forseti Skáksambands Íslands og hefur auk starfa við eigin rekstur unnið sem markaðsstjóri Eddu útgáfu og verið forstöðumaður sölu hjá 365 hf. og Mömmu ehf.

Hrannar Björn er kvæntur Heiðu Björgu Hilmisdóttur næringarrekstrarfræðingi, forstöðumanni á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, og eiga þau þrjú börn, 1, 9 og 15 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert